top of page
​Áætlun

Aldur: 6. bekkur

Tími: Um 2 x 60 mínútur

Viðfangsefni: Aðferðir og tjáning

Markmið

​Hér eiga nemendur að geta byggt eigin listsköpun á hugmyndavinnu, ímyndun, rannsóknum og reynslu. Einnig reynir á hugtök og heiti sem tengjast aðferðum við verkefnið. Ennfremur eiga nemendur að geta fjallað um eigin verk og verk annarra í virku samtali við aðra nemendur.

Efni, áhöld, hjálpargögn

Flatir steinar af öllum stærðum og gerðum

Skissublöð og skriffæri

Sérstakir steinapennar
í ýmsum litum

2010 - present
2010 - present
Framkvæmd

Kennslustundin hefst á því að nemendur fá að horfa á eða líta á franskar tískumyndir eða jafnvel myndir af fólki í hversdagsleikanum í Frakklandi, teiknaðar franskar fígúrur eða annað skemmtilegt tengt franskri menningu. Því næst útskýrir kennari fyrir nemendum að þeir eiga að búa til Frakka með því að myndskreyta lábarða steina. Þetta má til dæmis skýra með því að sýna myndina hér að ofan.

 

Til að fá ferskt loft og sækja efnivið má fara í smá göngutúr niður að sjó ef aðstæður skólans leyfa. Labba um í flæðarmálinu og tína nokkra steina í fötu og taka með sér upp í skóla. Verða fyrir hughrifum og reyna að láta ímyndunaraflið flæða með. Því næst eru steinarnir sem tíndir voru skolaðir og þurrkaðir vel og vandlega, jafnvel með hárblásara ef þörf gerist. Einnig væri gott ef kennarinn ætti dágott safn af steinum í stofunni sinni tilbúna til notkunar. Nemendur taka sér nokkra steina í hönd og reyna að fá tilfinningu fyrir þeim. Einn steinn er notaður fyrir búk og annar fyrir höfuð.

 

Nemendur skissa upp nokkrar hugmyndir áður en þeir leggja til atlögu við steinana sjálfa. Þá fá nemendur sérstaka penna sem hægt er að nota til að teikna á steina. Dæmi um svoleiðis penna má sjá hér að neðan.

                              

                                      Franska steinafólk

 

 

© 2023 Artist Corner. Vefur settur upp af höfundi á wix.com.

bottom of page