
Endurunnar fígúrur
Áætlun
Aldur: 1. bekkur
Tími: Um 60 mínútur
Viðfangsefni: Fjölbreyttur efniviður til myndsköpunar
Markmið
Í þessu verkefni eiga nemendur að geta fengist við sköpun með einfaldri útfærslu á myndefni til að auka færni sína í meðferð á litum, formum og myndbyggingu. Einnig eiga þeir að geta tjáð sig á einfaldan hátt um myndefnið og áhrif þess á nærumhverfið. Til að mynda með þvi að opna augu nemenda fyrir því að endurnýta megi efni með því að að skapa myndverk með ýmsum tilgangi og með margvíslegum aðferðum.
Efni, áhöld, hjálpargögn
Platti úr pappa
- um 10 x 15 sm
Ýmislegt tilfallandi efni,
eins og efnisbútar, skrúfur, naglar, garn, rær, tölur og trjágreinar
Gott lím
Skæri
Sterkt band
fyrir upphengi
Málning, ef ætlunin er
að mála pappann
2010 - present
2010 - present
Framkvæmd
Í verkefninu er lögð áhersla á að búa til fígúru að eigin vali með þessu óhefðbunda efnisvali og reynt að ýta undir sköpunarkraft nemenda.
Fyrst í stað þarf að skipuleggja verkið. Nemendur fá einn þykkan pappaplatta í hendur. Því næst ná þeir sér í hina og þessa hluti til þess að móta kallinn eða konuna með, bera þau við plattann sjálfan og leggja niður fyrir sér verkið. Fyrst þarf að útbúa andlit og hár, svo þarf að útbúa búkinn með efnisbúti eða einhveru öðru ámóta og loks hendur og fætur. Þegar þetta er allt komið á sinn stað er ráðist í að líma hlutina niður á rétta staði og að því loknu er listaverkið tilbúið til upphengingar.
Heimildir:
Kveikja
Í þessu verkefni er tilvalið að fara í saumana á því að hægt er að búa til myndverk með því að tefla saman fleiru en blöðum og blýanti. Hægt er að nota í myndverk alls konar afganga, aflagða hluti og tilfallandi dót. Í þetta verkefni er því gott að vera búinn að sanka að sér ýmsum svoleiðis hlutum til verksins.
Verkefnið býður upp á góða umræðu um endurnýtingu efnis, eins og um það hvað í umhverfinu megi nota í verkefni eins og þetta. Benda má á trágreinar, efnisbúta, gamlar rær, nagla, prik af íspinnum og garn, bara svo eitthvað sé nefnt. Í leiðinni mætti ræða mikilvægi þess að hugsa vel um náttúruna, flokka umbúðir og fleira í þeim dúr.