
Gullfiskaminni
Áætlun
Aldur: 1. bekkur
Tími: Um 60 mínútur
Viðfangsefni: Tjáning um myndefni
Markmið
Í þessu verkefni eiga nemendur að skapa sjálfir með einfaldri myndrænni til að auka færni sína í meðferð á litum, formum og jafnvel myndbyggingu. Einnig eiga þeir að geta tjáð sig á einfaldan hátt um myndefnið og áhrif þess á umhverfið. Skapa á umræðu um fiska eða gæludýr eða það sem tengist myndefninu til að fá nemendur til þess að hugsa um verkefnið frá ýmsum sjónarhornum og jafnvel notast við einhver þeirra sem kveikju fyrir verkefnið.
Efni, áhöld, hjálpargögn
Hvítt karton, A4
Blýantur
Skæri
Málning að eigin vali,
til dæmis vatnslitir
2010 - present
2010 - present
Framkvæmd
Í upphafi er notast við sýnikennslu og nemendum sýndar á netinu í gegnum skjávarpa myndir af hinum ýmsu tegundum fiska. Nemendur fá allir hvitt karton af stærðinni A4. Þvi næst eiga nemendur að fylgjast með kennara útbúa pokann undir fiskinn og gera sjálfir eins, eins vel og þeir geta. Þvi næst mega nemendur teikna eða búa til í pokann fisk að eigin vali og mála bæði hann og vatnið sem hann syndir í.
Heimildir:
Úr smiðju höfundar