top of page
Áætlun
 

Aldur: 8.-10. bekkur

Tími: Um 2 x 60 mínútur

Viðfangsefni: Myndsköpun

Hæfniviðmið

Með þessu verkefni eiga nemendur að geta tjáð skoðanir sínar eða tilfinningar í eigin sköpun með tengingu við eigin reynslu og gagnrýni á samfélagið.

Efni, áhöld, hjálpargögn

Vír, hugsanlega blómavír, hann gæti verið góður
fyrir byrjendur.

Góð og meðfærileg
vírtöng

Viðarkubbur

Bor

​Lím

2010 - present
2010 - present
Framkvæmd

Nemendur fá hér tækifæri til að æfa sig á vír, átta sig á hvernig hann beygist og hvernig móta má með honum ýmiss konar form.

Til eru vírar af öllum stærðum og gerðum en í þessu verkefni er reynt að notast við vír sem er eins meðfærilegur og hægt en um leið nægilega stífur til að halda stöðu sinni eftir að hann hefur verið mótaður. Það kennarans að meta hvaða vír er best að nota.

Nemendur geta spreytt sig í tímanum á að teygja og toga vírinn og reyna að móta myndverk að eigin vali.

 

Nemendur notast svo að endingu við viðarkubb undir verk sitt. Hægt er að bora hæfilega stóra holu fyrir vírinn í viðinn og styrkja þá festingu með lími.

                              

                                    Víraverk

 

 

© 2023 Artist Corner. Vefur settur upp af höfundi á wix.com.

bottom of page