
Áætlun
Aldur: 2. bekkur
Tími: Um 60 mínútur
Viðfangsefni: Myndbygging
Markmið
Hér eiga nemendur að skapa sjálfir einfalt verk sem byggir á færni í meðferð lita, formfræði og myndbyggingu. Verkefnið á að leiða þá frá kveikju að eigin listsköpun. Einnig eiga þeir að geta þekkt og gert sér grein fyrir völdum verkum nokkurra listamanna, lýst þeim og greint frá þeim á einfaldan hátt.
Efni, áhöld, hjálpargögn
Svart karton, A4
Blýantur
Skapalón að grímu
Skæri
Litlir ferkantaðir miðar
í öllum regnbogans litlum, því skærari, þvi betra.
Tilvalið er að nota
silfur eða gull.
Lím
2010 - present
2010 - present
Framkvæmd
Nemendur fá í hendur skapalón að grímu að strika eftir á þykkt og svart karton af stærðinni A4. Því næst klippa nemendur grímuna út og fá hjálp kennara við að taka út fyrir augum og munni.
Þvi næst fá nemendur að taka sér litla ferkantaða blaðamiða í ýmsum litum að þekja grímuna með og útbúa mósaíkmynstur líkt og á myndinni hér að ofan. Litlu miðarnir eru límdir á grímuna.
Herra Grímur
Heimildir: Pinterest