
Flöskuvasi
Áætlun
Aldur: 2. bekkur
Tími: Um 60 mínútur
Viðfangsefni: Myndbygging
Markmið
Í þessu verkefni reynir á meðferð lita, formfræði og myndbyggingu. En einnig að geta unnið út frá kveikju að sinni listsköpun.
Efni, áhöld, hjálpargögn
Þykkur pappi,
um A3 að stærð
(fyrir bakgrunn)
Plastflaska, hálfs lítra
Plasttappar,
af öllum stærðum og gerðum, um 22 tappar
á nemanda
Plastband
sem festir og herðir
Sogrör úr plasti,
um þrjú á nemenda
Hvítt blað
(fyrir blöð blómanna)
Málning
Lím
2010 - present
2010 - present
Framkvæmd
Í þessu verkefni á sér stað viss endurvinnsla. Notast er við hálfslítraflöskur og tappa af hinum ýmsum drykkjarföngum, tappa sem oft eru í mismunandi litum. Í bakgrunninn er notast við þykkan pappa nálægt A3 að stærð. Á hann er búið að gera tvö göt til þess að hengja flöskuna á grunninn síðar í verkefninu.
Flöskurnar eru málaðar í hinum ýmsum litum og mynstrum og því tilvalið að sýna nemendum myndir af mynstrum og skreytingum á vösum alls staðar að úr heiminum eftir mismunandi menningarheimum. Með því má veita nemendum innblástur í upphafi verkefnissins.
Þegar nemendur hafa málað flöskurnar er þeim stillt upp til þerris. Þegar flöskurnar eru orðnar þurrar eru þær festar á bakgrunninn með plastbandi sem herðist vel að ávölum flöskunum.
Því næst eru notuð sogrör til að útbúa stilka blómanna sem koma upp úr vasanum. Móta má um þrjú blóm á hvern nemenda. Plasttöppunum er raðað í blómaform og þeir festir við grunninn með góðu lími. Blöð blómana eru svo mótuð úr pappir.
Að þessu loknu má gjarnan mála blóm beggja megin við vasann. Notast má við plasttappa fyrir þau blóm líka.