
Snjókarlaglens
Áætlun
Aldur: 1. bekkur
Tími: Um 60 mínútur
Viðfangsefni: Einföld útfærsla á myndefni
Markmið
Í þessu verkefni eiga nemendur að skapa sjálfir með einfaldri myndrænni til að auka færni sína í meðferð á litum, formum og jafnvel myndbyggingu. Einnig eiga þeir að geta tjáð sig á einfaldan hátt um myndefni og áhrif þess á umhverfi sitt. Skapa á umræðu um veturinn og hluti tengda honum, eins og það hvað geri megi úr snjó og þar fram eftir götum.
Efni, áhöld, hjálpargögn
Hvítt blað, 30 sm x 30 sm
Skapalón fyrir þrjá hringi, mismunandi að stærð,
sem raðast svo saman og mynda heild.
Hvítt blað að teikna hringina á.
Brúnn pappír
fyrir hendur
Appelsínugulur pappír
fyrir gulrótarnef
Annar litaður pappír
fyrir trefil á snjókallinn
Lím
Vatnslitir
Skæri
Blýantur
2010 - present
2010 - present
Framkvæmd
Fyrst fá nemendur hvítt blað, 30 sm x 30 sm að stærð, og mála á það með bláum vatnslit.
Því næst fá þeir skapalón að þremur hringlaga formum mismunandi að stærð. Nemendur strika eftir þeim á hvít blöð.
Að þessu loknu klippa nemendur út hringformin og mála með dökkum lit á útlínur þeirra eins og sést að gert hefur verið á myndinni hér að ofan.
Þá þarf að útbúa trefil eins og sýnt er að ofan ásamt appelínugulri eða rauðleitri gulrót fyrir nef. Einnig útbúa nemendur prik fyrir hendur úr brúnum pappír.
Þegar öll málning er þornuð á blöðunum eru teiknuð augu á efsta hringformið og tölur á hringformin tvö þar fyrir neðan og þá er snjókarlinn tilbúinn.
Heimildir: