top of page
Áætlun
 

Aldur: 7. bekkur

Tími: Um 45-60 mínútur

Viðfangsefni: Umfjöllun um eigið verk

Hæfniviðmið

Eftir þetta verkefni eiga nemendur að geta fjallað um eigin verk og annara í virku samtali við aðra nemendur, tjáð skoðanir eða tilfinningar tengdar eigin sköpun og reynslu.

Efni, áhöld, hjálpargögn

Skissublöð

Blað, A3

Blýantur

Strokleður

Penni, 0,2-0,8 mm

Litir

Myndir og myndbútar
af netinu í kveikjur

2010 - present
2010 - present
Framkvæmd

Í byrjun er gott að sýna nokkrar hjólabrettamyndir og stutta myndbúta á skjá og leggja inn sem kveikjur fyrir nemendur. Því næst er sýnt hvernig byrja skal verkefnið með því að teikna bretti og hjólin undir það. Nemendur geta leitað í þá fyrirmynd ef þeir eru ekki vissir um hvernig eigi að byrja að teikna.

Nemendur fá nokkur skissublöð hver og eiga að skissa upp nokkrar hugmyndir að hjólabrettahönnun. Að lokum fá nemendur blað af stærðinni A3 og eiga að teikna á það lokaútgáfu af hjólabretti skreyttu eftir þeirra höfði. 

                              

                                Mín hjólabrettahönnun

 

 

© 2023 Artist Corner. Vefur settur upp af höfundi á wix.com.

bottom of page