
Áætlun
Aldur: 7. bekkur
Tími: Um 45-60 mínútur
Viðfangsefni: Myndsköpun
Hæfniviðmið
Eftir þetta verkefni eiga nemendur að geta notað mismunandi efni, verkfæri og miðla í skipulagðan hátt við sköpun upp á eigin spítur og beitt hugtökum og heitum sem tengjast þeim aðferðum sem hér er beitt.
Efni, áhöld, hjálpargögn
Leir sem þykir auðvelt
að vinna með
Ýmis leikverkfæri
og áhöld
Leirplattar mótaðir fyrirfram af kennara
fyrir nemendur
að vinna með.
Vatn
2010 - present
2010 - present
Framkvæmd
Sjálfsmyndir á leirplatta.
Áður en nemendur koma hefur kennari búið til slétta og um það bil jafnstóra leirplatta handa nemendahópnum. Það er gert með því að rúlla leirnum til og skvera hann til í sérstakt mót á stærð við venjulega veggflís eins og um piparkökuform væri að ræða.
Nemendur fá hver sinn platta og eiga að móta á hann sjálfsmynd. Afurðin verður oft mjög flott. Nemendur geta bætt við leir til að búa til nef og aðra hluta andlitsmyndarinnar eða notast við ýmis verkfæri til að teikna sjálfsmyndina í plattann sjálfan. Báðar leiðir koma vel út en gæta þarf vel að því fara ekki of djúpt í plattann því þá verður hann viðkvæmur.
Hægt er að notast við margs konar leir, leir sem þornar sjálfur eða er brenndur í ofni. En passa þarf að bleyta vel upp í nefi og gæta að því að það sé vel fast á plattanum.