
Kattarfár
Áætlun
Aldur: 2. bekkur
Tími: Um 60 mínútur
Viðfangsefni: Nemendur kynnast myndrænni frásögn
Markmið
Í þessu verkefni eiga nemendur að fást við myndræna frásögn og spegla eigin reynsluheim með því að útbúa kött og segja sögu hans. Um leið glíma þeir við meðferð lita og forma.
Efni, áhöld, hjálpargögn
Hvítt blað, A3
Blýantur
Svartur tússpenni
Reglustika
Klessulitir
2010 - present
2010 - present
Framkvæmd
Verkefnið hefst á því að nemendur fá hvítt blað, A3 að stærð, sem þau eiga að strika með blýanti lóðrétt niður eftir blaðinu miðju og lárétt þvert yfir mitt blað. Þannig verða til fjórir jafnstórir blaðhlutar.
Nemendur þurfa að fylgja fyrirmælum kennarans vel og fylgjast vandlega með þegar hann sýnir þeim hvernig teikna má köttinn þannig að hann nái vel út í alla fjórðunga blaðsins.
Næst eiga nemendur að teikna kött eftir sínu höfði á blaðið og reyna að nýta blaðið alla fjórðunga blaðsins sem best. Kötturinn skiptist þá í fjóra hluta rétt eins og blaðið. Því næst eru allir myndhlutar litaðir hver fyrir sig í mismunandi litum eins og sjá má á myndinni hér að ofan.
Í þetta verkefni eru notaðir klessulitir.
Heimildir: