
Áætlun
Aldur: 3. bekkur
Tími: Um 45 mínútur
Viðfangsefni: Myndverk
Markmið
Þetta verkefni á hjálpa nemendum að skilja mismunandi tilgang myndlistar og hönnunar. Einnig eiga nemendur að geta útskýrt og rætt vinnuferli frá hugmynd að myndverki.
Efni, áhöld, hjálpargögn
Veframmi
með strengdum þráðum,
tilbúinn til notkunar
Þræðir i ýmsum litum
Skissublöð fyrir skissur
og sögu manneskjunnar
Nál
Blýantur
Íspinnaspýta
2010 - present
2010 - present
Framkvæmd
Það er vel hægt að notast við fleira en blýant og blað til að búa til myndverk. Í þessu verkefni eiga nemendur að búa til manneskju eftir eigin höfði með því að vefa mynd af henni með þræði.
Fyrst þurfa nemendur að skissa upp hugmyndir af manneskju, velta fyrir háralit, fatnaði og fleiru. Einnig eiga nemendur að semja örlitla sögu um persónuna, nafn hennar, aldur, áhugamál og fleira í þeim dúr.
Nemendur fá veframma með strengdum þráðum og tilbúinn til notkunar. Þeir velja sér svo þræði í litum að eigin vali.
Um miðbik rammans er svo komið fyrir íspinnaspýta inn á milli strengja og hún látin mynda hendur manneskjunnar.
Fyrir buxur eða leggi er ofnar tvær skálmar með því að skipta buxum eða leggjum á strengi rammans eins og sést á myndinni hér að ofan.
Svo er vefnaðurinn tekinn af rammanum, gengið frá endum og verkið loks hengt upp á vegg til sýnis ásamt sögu persónunnar.
Mannavefur
Heimildir: