top of page
​Áætlun

Aldur: 6. bekkur

Tími: Um 2 x 60 mínútur

Viðfangsefni: Hugmyndavinna

Markmið

Hér eiga nemendur að geta byggt eigin listsköpun á hugmyndavinnu, ímyndun, rannsóknum og reynslu. Einnig reynir á hugtök og heiti sem tengjast aðferðum við verkefnið.

Efni, áhöld, hjálpargögn

Pappakassar af öllum stærðum og gerðum
eða annar stífur pappi

Skissublöð

Skriffæri

Skæri

Föndurhnífur

Lím

Blek

2010 - present
2010 - present
Framkvæmd

Í þessu verkefni er ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur en verkefnið er engu að síður ótrúlega skemmtilegt! Mikið fellur til af pappa úti um allt og í stað þess að fleygja honum er tilvalið að endurnýta hann í verkefni eins og þetta. Hægt er að skera pappa til og gera úr honum næstum hvað sem manni dettur í hug, það þarf bara að gefa sköpunargleðinni lausan tauminn. Meðal annars má búa til portrett-myndir eins og hér sjást. á slíkan pappa.

 

Þetta er verkefnið, nemendur eiga að búa til portrett-mynd eða myndir úr pappa og mega ráða því hvernig þær líta út. Gott er að kynna fyrst portrett-myndir og kenna nemendum að meta þær áður en  hafist er handa, vekja áhuga á andlitsmyndum og löngun til að glíma við þær. Byrjað er á að skissa upp nokkrar hugmyndir að  andlitum til að fá smá tilfinningu fyrir forminu. Einnig má klippa eða skera út með föndurhníf formin í skissuteikningunni, eins og andlitsdrætti, hárl og fleira, og nota sem form til að skera í pappann eftir. Sem dæmi má nefna augabrúnir, nef eða eyru og annað sem nemandinn gæti viljað hafa með í sinni sköpun. Einnig mætti nota blek til að leggja sérstakar áherslur á eitthvað í myndverkinu.

                              

                                           Pappírspési

 

 

© 2023 Artist Corner. Vefur settur upp af höfundi á wix.com.

bottom of page