top of page

                              

                           Herramenn

 

 

Áætlun
 

Aldur: 2. bekkur

Tími: Um 60 mínútur

Viðfangsefni: Hugtakið lína

Markmið
Efni, áhöld, hjálpargögn

Herrabindi

Karton í andlitslit

​​​

Skissublað 

Blýantur

Akrýlmálning
eða tússlitir

Afgangsblöð
í mörgum litum

Skæri

​Límbyssa

2010 - present
2010 - present
Framkvæmd

​Í þetta verkefni er notast við gömul herrabindi sem hafa lagt sína starfsævi að baki. Tilvalið er að biðja nemendur að athuga hvort hægt sé að nýta gömul og lúin bindi frá pabba eða afa.

Einnig er hægt að heimsækja Rauða kross-verslanirnar og athuga hvort þar leynist herrabindi, styrkja um leið gott málefni og endurnýta gamlan fatnað, sem er gott fyrir umhverfið. 

Nemendur eiga í verkefninu að útbúa herramann að eigin vali. Fyrst í stað fá nemendur eitt herrabindi að handfjatla og skoða með það fyrir augum að fá innblástur áður en ráðist er í að búa til herramanninn.

Næst fá nemendur skissublað og blýant og eiga að skissa upp nokkrar hugmyndir að herramönnum með ýmsum andlitseinkennum. 

Er herramaðurinn með gleraugu, hvernig hár er hann með, er hann með hatt, skegg og þar fram eftir götum? Þetta er gott fyrir nemendur að vera búnir að úthugsa og skissa aðeins upp. Þegar nemendur hafa skissað upp nokkrar hugmyndir að herramönnum velja þeir eina hugmynd hver fyrir sig og útfæra hana sem sinn herramann.

Þá fá nemendur andlitslitaðan pappír sem þeir brjóta tvöfaldan og teikna á andlitsfall. Þannig fá þeir tvo eins blaðbúta sem eru þá fram og bakhlið andlitsins. Höfuðið þarf að klippa út. Svo er hinum ýmsu einkennum bætt á andlit og hnakka. Notast má við tússliti eða málningu eða klippa út hluti úr pappír að líma á höfuðið að vild. 

Að lokum er bindinu komið fyrir á milli andlits og hnakka, það klemmt þar á milli og allt límt saman með límbyssu.

Markmið þessa verkefnis er að nemendur kynnist hugtakinu lína og læri að beita henni á mismunandi hátt í mynd til að fá fram ólík áhrif.

Einnig að nemendur setji sér einfaldar reglur um frágang verkefna, efnis og áhalda.

© 2023 Artist Corner. Vefur settur upp af höfundi á wix.com.

bottom of page