top of page
​Áætlun

Aldur: 6. bekkur

Tími: Um 2 x 45 mínútur

Viðfangsefni: Fjölbreytt vinnubrögð

Vefslóð að Mónu Lísu-sniðmáti  fyrir verkefnið:

http://artprojectsforkids.me/wp-content/uploads/2013/07/Mona-Lisa-Template.pdf

Markmið

Markmið með þessu verkefni er að efla sköpunargáfu, ýta undir fjölbreytt vinnubrögð og tengja viðfangsefni hugarheimi nemenda. Einnig að nemendur hugi að línuteikningum með því að nota margs konar áherslur með ýmsum formum og línum og búi til myndverk úr því. Unnið er eftir einföldu ferli frá hugmynd til afurðar. Nemendur eiga að geta tjáð sig á einfaldan hátt um viðfangsefni sín, gengið frá eftir vinnu sína og lagt mat á eigin verk.

Efni, áhöld, hjálpargögn

Andlit og hálsmál
Mónu Lísu, prentað á blað af stærðinni A4

Karton í ýmsum litum, A3 

Blýantur

Strokleður

Litir að eigin vali

Trélitir/Tússlitir

Svartur túss

2010 - present
2010 - present
Framkvæmd

Kennslustundin hefst á því að nemendur fá mynd af málverki, Mónu Lísu eftir ítalska listamanninn Leonardo da Vinci. Þetta heimskunna listaverk var málað á milli áranna 1503-1506 og hangir uppi á safninu Louvre í París í Frakklandi, einu stærsta og þekktasta safni heims. Nemendum er sagt að þetta listaverk muni vera  77 sm x 53 sm að stærð. Næst fá nemendur útprentað andlit og hálsmál Mónu Lísu og mega teikna það sem upp á vantar eftir eigin höfði. Þeir eiga að  endurgera listaverkið eins og þeir myndu vilja hafa það. Þeir þurfa að teikna fatnað, bakgrunn og annað sem upp á vantar og svo lita myndina með tré- og tússlitum. Þegar myndin er tilbúin festa nemendur myndina á kartonpappír  í lit að eigin vali.

                              

                                   Bros Mónu Lísu

 

 

Dæmi um útkomu

© 2023 Artist Corner. Vefur settur upp af höfundi á wix.com.

bottom of page