
Áætlun
Aldur: 7. bekkur
Tími: Um 45-60 mínútur
Viðfangsefni: Tilgangur myndlistar og hönnunar
Hæfniviðmið
Eftir þetta verkefni eiga nemendur að geta gert grein fyrir margvíslegum tilgangi myndlistar og hönnunar.
Efni, áhöld, hjálpargögn
Karton eða blað, A2, hvítt
Gott málningarlímband
sem auðvelt er að fjarlægja af blaðinu
Málning i ýmsum litum
Pensill
Palletta
2010 - present
2010 - present
Framkvæmd
Nemendur fá í hendur stórt blað eða karton, hvítt að lit, og eiga að strengja málningarlímband eða einangrunarlímband þvers og kruss yfir blaðið. Gott er að láta enda límbandsins ná út fyrir brúnir blaðsins svo auðveldara verði að ná því aftur af blaðinu.
Þegar búið er að útbúa nokkuð marga fleti með límbandið eitt að vopni eiga nemendur að mála fletina í litum að eigin vali. Þegar málningin er aðeins farin að þorna má taka málningarlímbandið af. Passa þarf upp á að límbandið sé þeirrar gerðar að að auðvelt sé að ná því af. Sumar gerðir eiga það til að festast eftir tiltölulega stutta stund og rífa upp myndina þegar bandið er fjarlægt.