top of page
​Áætlun

Aldur: 4. bekkur

Tími: Um 60 mínútur

Viðfangsefni: Fjölbreytt vinnubrögð

Markmið

Verkefnið á að efla sköpunargáfu, fjölbreytt vinnubrögð og tengja viðfangsefni hugarheimi nemenda. Nemendur handleika ýmsar tegundir áhalda og fást við lögmál myndlistarinnar. Huga á að línuteikningum, formum og línum og búa til myndverk úr því. Unnið er eftir einföldu ferli frá hugmynd til afurðar og hagnýtt sú leikni sem nemendur hafa öðlast í einföldu verkefnum. Nemendur eiga líka að geta tjáð sig á einfaldan hátt um viðfangsefni sín, gengið frá eftir vinnu sína og lagt mat á eigin verk.

Efni, áhöld, hjálpargögn

Skissublöð

 Blöð, A3

Blýantur

Pensill

Þekjumálning

Vatn

Skæri

2010 - present
2010 - present
Framkvæmd

Nemendur búa til geimveru eftir eigin höfði, nota ímyndunarafl sitt til að sjá hana fyrir sér og ákveða hvernig hún gæti litið út.  Ekki er boðið upp á neitt tilbúið snið fyrir geimveruna og nemendur hafa nokkuð frjálsar hendur um gerð hennar. Fyrst þarf þó að skissa upp nokkrar hugmyndir á þar til gerð skissublöð áður en ráðist er í stóra mynd af lokaafurðinni. Nemendur fá hvítt blað af stærðinni A3 og reyna að nýta mest allt blaðið fyrir geimveruna sína. Síðan fá þeir að mála hana með þekjulit í þeim litum sem þeir kjósa. Að lokum eiga þeir að klippa út geimveruna og hengja upp á vegg.

                              

                               Geimveran mín

 

 

© 2023 Artist Corner. Vefur settur upp af höfundi á wix.com.

bottom of page