top of page
​Áætlun

Aldur: 5. bekkur

Tími: Um 2 x 60 mín

Viðfangsefni: Umgengni

Markmið

Hér eiga nemendur að sýna ábyrga og örugga umgengni við vinnu og frágang á vinnusvæði og nýta grunnþætti myndlistar við eigin sköpun.

Efni, áhöld, hjálpargögn

Gifsblanda

Þykkur einnota hanski,
af stærðinni Small

Góð aðstaða til þurrkunar

Fínn sandpappír

Öndunargríma

Málning (akrýlmálning) ýmsum litum

Penslar

Skissublöð og skriffæri
eftir þörfum.

2010 - present
2010 - present
Framkvæmd

Notast er við gifsefni í þessari listsköpun. Nemendum hjálpað við að hella gifsblöndu í einnota plasthanska, þykkan en lítinn, af stærðinni Small. Gæta þarf vel að því að efnið fari alla leið út í alla fingur. Því næst er hanskanum komið þannig fyrir að hann geti þornað á góðum stað óáreittur. Misjafnt er hversu lengi svona blanda er að þorna og fer það meðal annars eftir því hvaða tegund gifsblöndu er notuð. Þornun getur tekið sólarhring eða meira. Þegar blandan er þornuð er plasthanskinn rifinn af og eftir stendur fingraður gifsklumpur. Í þessu tilfelli á klumpurinn að geta staðið og þvi getur þurft að pússa undirstöðuna til með finum sandpappír og öðru ámóta þörf þykir á því. Gott er að hafa grímu fyrir öndunarfærum til verndar. Að lokum er gifsið málað að vild. Sniðugt getur verið fyrir nemendur  að nota handarklumpinn sem skartgripahengi.

                              

                                    Fingrafimi

 

 

© 2023 Artist Corner. Vefur settur upp af höfundi á wix.com.

bottom of page