top of page
Áætlun
 

Aldur: 5. bekkur

Tími: Um 45 mínútur

Viðfangsefni: Tækni myndmenntarinnar

Markmið

Hér eiga nemendur að geta hagnýtt þekkingu sem þeir hafa öðlast áður og beitt ákveðinni tækni í tengslum við myndmenntina. Einnig eiga þeir að læra að ganga frá eftir vinnu sina og leggja mat á eigin verk.

Efni, áhöld, hjálpargögn

Skissublöð

Blýantur

Sagaðar trjáskífur
af stærð sem fer vel í vasa
og eru með boruðu gati
sem hæfir kippubandi

Tágrannir  penslar

Akrýlmálinng
í mörgum litum

Sterkt band
sem passar í skífugat

Lyklakippuhringur

2010 - present
2010 - present
Framkvæmd

Gott er að vera búinn að safna saman efni áður en ráðist er í verkefnið því efniviðurinn þarf að vera orðinn svo þurr að hægt sé að framkvæma verkið. Ef kennari kemst í sæmilegar trjágreinar má saga þær niður í góðar hringlaga skífur sem fara vel í vasa og bora fyrir gati í hverja þeirra. Nemendur fá eina skífu hver, handleika hana og leita hugmynda að einhverju sem þeir vilja mála á skífuna sína. Notast ætti við skissublöð til að skissa upp nokkrar hugmyndir áður en lokaniðurstaða fæst. Nota má mjóa pensla og málningu í myndina sjálfa. Því næst er verkið látið þorna.

 

Til upphitunar er tilvalið að koma með einhverja kveikju eða þema að vinna með eins og greina má á myndinni að ofan. Á hinn bóginn má líka gefa nemendum frítt spil og láta reyna á hugmyndir hvers og eins. Nemendur setja svo band í gegnum gatið á trjáplattanum og lyklakippuhring á bandið og þá hafa þeir eignast lyklakippu með mynd að stinga í vasann.

                              

                                           Vasamynd

 

 

© 2023 Artist Corner. Vefur settur upp af höfundi á wix.com.

bottom of page