
Áætlun
Aldur: 8.-10. bekkur
Tími: Um 60-80 mínútur
Viðfangsefni: Myndverk
Hæfniviðmið
Nemendur eiga með þessu verkefni að geta unnið sjálfstætt eftir ákveðnu vinnuferli frá hugmynd til lokaafurðar og greint frá mismunandi nálgun við vinnuna. Einnig á nemandinn að geta hagnýtt þá sérhæfðu þekkingu sem hann hefur öðlast a skapandi hátt og sýnt frumkvæði.
Efni, áhöld, hjálpargögn
Fíngerður leir
Köku- eða leirkefli
Trépinni
Hringlaga form
Ýmis náttúrulegur efniviður til að stimpla leirinn með
Leirbrennsluofn
Málning
Silkiþráður
til upphengingar
2010 - present
2010 - present
Framkvæmd
Nemendur fá mjög fíngerðan leir í hendur sem þeir hnoða til en ekki of mikið svo ekki myndist loftbólur í leirinn.
Því næst fletja nemendur leirinn út í hæfilega þunnan flöt eða um 5-8 mm. Svo skera þeir leirinn í hringlaga form með þar til gerðu formi og stinga á hann gat með trépinna.
Að þessu loknu fara nemendur og finna sér fjölbreyttan efnivið, til dæmis blóm eða laufblöð eða annað tilfallandi úr náttúrunni og stimpla í hringlaga leirformið. Nemendur endurtaka þetta nokkrum sinnum og mega hver um sinn gera 4-6 mismunandi leirform. Loks er leirinn brenndur í ofni og málaður að því loknu.
Viðkvæm blóm
Heimildir: