top of page
Áætlun
 

Aldur: 1. bekkur

Tími: Um 2 x 40 mínútur

Viðfangsefni: Myndbygging - forgrunnur/bakgrunnur og nálægð/fjarlægð

Markmið

Í þessu verkefni eiga nemendur að skapa einfalt myndverk eftir fyrirmynd með sérstaka myndbyggingu að leiðarljósi. Hugmyndin er að þeir kynnist  hugtökunum myndbygging, bakgrunnur, forgrunnur, nálægð og fjarlægð.

 

Efni, áhöld, hjálpargögn

Hvítt blað - A3

Form blómavasa
teiknað á hvítt blað í A4
tilbúið fyrir nemendur
eða skapalón
fyrir nemendur að strika eftir á slíkt blað

Litir: td. akríl máling, einnig kemur til greina að nota vaxliti eða klessuliti eða annars konar málingu.

Pappírsafgangar

Penslar

Málingabakki

skæri

Blýantur

​Lím

2010 - present
2010 - present
Framkvæmd

Hægt er að útfæra þetta verkefni á marga vegu. Hér er lýsing á einni útfærslunni.

Fyrst þarf að láta nemendur skipta stóru blaði, gjarnan af stærðinni A3, í forgrunn og bakgrunn. Um leið þarf að lýsa gaumgæfilega fyrir nemendum hvað í því felst.

Því næst er bakgrunnurinn málaður í fremur ljósum litum hvort sem um er að ræða einn lit sem er látinn þekja bakgrunninn eða fleiri liti saman eins og sýnt er á myndinni hér að ofan. Hvort tveggja hentar vel.

Því næst er forgrunnurinn, grunnur fyrir blómavasann að hvíla á, málaður í sínum lit eða litum. Gott er að hafa forgrunninn í dekkri tón en þeim sem er á bakgrunninum.

Nemendur fá einnig í hendur hvítt blað með útlínum blómavasa sem þeir mega mála að vild og býður þeim upp á að setja sína sköpun i verkið, til dæmis með eigin mynstri eða annarri skreytingu að eigin vali. Þetta vasalaga form getur kennari útbúið sjálfur fríhendis á A4-blaði með því að brjóta blaðið í tvennt og teikna á hálft blaðið helming vasans. Að því búnu má klippa formið út og nota fyrir skapalón. Þannig verður vasinn samhverfur. Hægt er að biðja nemendur að strika út sína vasa eftir skapalóninu eða vera búinn að teikna formin á blöð fyrir nemendur.  

Blöðin tvö eru svo látin þorna og á meðan búin til blóm úr ýmsum afgöngum af pappír og pappa sem kann að leynast í kennslustofunni. Efnið er klippt til og krumpað til að fá á það heppilega áferð og líkja sem mest eftir raunverulegum blómum i vasa.  

Þegar máluðu blöðin með grunnum og vasa eru þornuð er blómavasinn klipptur út og hann límdur efst á málaða forgrunninn ásamt öllum pappírsblómunum.

                              

                      Blómavasinn

 

 

Kveikja

..............................................................................................................................................................

.................................................................................................................................................................................

..............................................................................................................................................................

Oft þurfa kveikjur ekki að vera flóknar til þess að vekja áhuga nemendanna á viðfangsefninu. Sérstaklega ekki á þessu aldursskeiði þar sem það eitt að vera að byrja í grunnskóla vekur óskiptan áhuga. En á þessum aldri þurfa nemendur að fá að vita hvað þeir eiga að gera og til hvers er ætlast af þeim svo vel gangi. Þess vegna getur verið nauðsynlegt að sýna nemendum fyrirmynd að því sem gera skal í kennslustundinni og útskýra vel inntak þess sem við er fengist á þann hátt sem hæfir þroska þeirra. Það kallar á stuttar og hnitmiðaðar útskýringar teknar skref fyrir skref og vandlega skipulagt verkefni. Í þessu verkefni myndi svo ekki skemma fyrir að hafa á borði vasa með blómum í til að gera innlögnina og verkefnið áhrifameiri. 

© 2023 Artist Corner. Vefur settur upp af höfundi á wix.com.

bottom of page