
Áætlun
Aldur: 8.-10. bekkur
Tími: Um 60 mínútur
Viðfangsefni: Teikning augna
Hæfniviðmið
Nemendur eiga að geta skrásett og sett fram hugmyndir á fjölbreyttan hátt byggðar á eigin ímyndunarafli og/eða rannsókn, myndrænt og/eða í texta. Einnig eiga nemendur að geta notað orðaforða og hugtök til að tjá skoðanir sínar á myndlist og hönnun og fært rök fyrir þeim skoðunum byggð á eigin gildismati.
Efni, áhöld, hjálpargögn
Viðarkubbur,
um 10 sm x 5 sm
Leiðarvísir
um teikningu á augum
Skissublöð
Blýantur
Litir
Málning
Penslar
2010 - present
2010 - present
Framkvæmd
Oft falla til í smíðastofunni ýmsir kubbar og afgangar sem gott væri að nýta í svona verkefni. Hér er unnið á við en þetta er fyrst og fremst verkefni og æfing í að teikna augu. Farið er yfir helstu leiðir og mælingar teiknarans í þvi ferli áður en nemendur byrja.
Að leiðsögn lokinni æfa nemendur sig á nokkrum skissublöðum áður en þeir hefjast handa við að teikna á kubbinn sjálfan.
Að teikningu lokinni myndin máluð og kubburinn hengdur upp á vegg. Hann má festa upp með ýmsu móti, til dæmis mætti bora í hann holu eða holur aftanverðan svo hægt sé að hengja hann á nagla.